Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 205 svör fundust

Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?

Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...

Nánar

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

Nánar

Hvað eru innherjaviðskipti?

Hugtakið innherjaviðskipti er notað um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Innherjum er skipt í tvo...

Nánar

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...

Nánar

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

Nánar

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

Nánar

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

Nánar

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

Nánar

Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?

Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...

Nánar

Hver er munurinn á kirkju og kapellu?

Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða mött...

Nánar

Hvað eru Inkar?

Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur...

Nánar

Fleiri niðurstöður